Hiđ daglega líf
Hóf daginn í rćktinni, tók fćtur í dag. Held ađ ćfingin hljóti ađ teljast ágćt ţar sem ég átti erfitt međ ađ standa og míga í hlandskál áđur en ég fór í sturtu. Leti olli ţví ađ ég nennti ekki ađ skokka í tuttugu mínútur eftir ćfingu, hćtti á sjöundu mínútu. Leti er böl.
Tók strćtó frá Grensás á Hlemm, beiđ ţar eftir vagni niđur Hverfisgötuna. Nennti ekki ađ labba laugaveginn í skítakulda. Leti er böl.
Fyrir framan Hlemm stóđu rónar og reyktu. Lalli Johns, frćgasti aumingi landsins var greinilega ađalmađurinn. Ég sat inni og skođađi rónana í gegnum gleriđ, fiskabúr á röngunni. Djöfull er ţetta liđ lifađ í framan, eflaust fimmtán árum yngri en ţau líta út fyrir ađ vera. Öl er böl ef mađur er róni. Ég ćtla ađ detta í ţađ á föstudaginn í nćstu viku.
Var mćttur í vinnu kortér yfir ellefu. Ekki vantar verkefnin, fjórir dagar til stefnu. Spilađi fussball fyrir hádegismat, átti stórleik. Fín súpa og pć í matinn. Góđur hádegismatur, sátum óvenjulega lengi og kjöftuđum. Ţađ er vanmetin iđja, ađ sitja og kjafta viđ vinnufélagana í hádeginu.