Örvitinn

Gvuðlast í Nauthólsvík

Hitti SAMT fólk í kaffi Nauthól í hádeginu. Mjög fínt, hitti þarna fólk sem ég hef séð áður og svo aðra sem ég hef aldrei séð eins og Huldu sem er hætt að blogga, Gísla sagnfræðing og Jóhann sem hefur séð um fræðsluna hjá Siðmennt.

Skemmtilegar og fjörugar umræður um hitt og þetta, mikið Gvuðlast fyrir þá sem trúa á slíkt. Ég og Óskar ræddum aðeins um bókina Blekking og Þekking, hann er að fara aftur í gang með skönnun. Gísli fræddi okkur örlítið um þá umræðu sem varð í þjóðfélaginu þegar bókin kom út, í ljós kom svo að Árni á bók sem var gefin út sem svar. Komst að því að Árni er með alias á trúmálainnhverjum sem ég hafði ekki hugmynd um, þarf greinilega að fara að lesa yfir það aftur. Eitthvað var spjallað um Bowling for Columbine. Ég leiddi umræðuna um stríðið í Írak hjá mér, sat fyrir miðju og gat einbeitt mér að umræðunni hinu megin :-)

Fékk mér brauð með hummus eins og síðast, það var ágætt þó skammturinn væri ansi ólíkur. Ekki sömu sósur og minna brauð. Hvað um það, páskabjórinn var bara nokkuð góður. Mæli með kaffi Nauthól, þægilegur staður.

Það er flaggað í hálfa stöng í dag. Mér finnst það hálf broslegt. Dó einhver?

dagbók
Athugasemdir

birgir.com - 18/04/03 21:47 #

Hmm, hvað heitir þessi andsvarsbók við B&þ og hver er höfundurinn?

Nokkuð ljóst að ég á eftir að ala manninn í Þjóðarbókhlöðunni seinni partinn í maí.

birgir.com - 18/04/03 22:47 #

Ahh, búinn að finna hana: Benjamín Kristjánsson: Blekking Dungals og þekking. [1948]

Verður spennandi að sjá í hverju blekking Dungals felst :)