Meira um veðrið
Nú er sól og blíða, hefði geta sagt mér það í morgun.
Hjólaði í vinnuna, helvíti var það fínt. Það er gott og gaman að hjóla, a.m.k. þegar veðrið er ekki mjög vont.
Þarf að fjárfesta í brettum á hjólið mitt, það er búið að rífa upp göngustíginn niður í Elliðaárdal frá Nesti, ég hjólaði því yfr drullusvað sem fór svo að sjálfsögðu yfir mig allan næstu mínúturnar. Hjólaði rólega yfir alla polla sem ég sá til að þrífa drulluna af dekkjunum.
Sit nú hér í vinnunni og reyni að vinna, gengur reyndar ekki vel að tengjast spjallkerfinu sem beta testerar nota, en ég er að reyna að leysa vandamál sem nokkrir testerar voru með varðandi patching dótið.
Spurning um að gera þá bara nokkur gröf í python.
16:57
Þessi færsla átti ekkert að fara á molana enda efni hennar ekki vænlegt til rökræðna! Veit ekki hvort hún fer af listanum ef ég fjarlægi hana úr .rss yfirlitinu núna, held ekki.
Skiptir annars engu máli, ég var bara búinn að setja mér þá reglu að innantómt blaður um ekki neitt fari ekki í .rss yfirlitið, leiðast svoleiðis blogg ;-)
Tómas Hafliðason - 13/04/03 20:45 #
Er það möguleiki í MT hvort færslan birtist á RSS yfirlitinu eða ekki?
Matti Á. - 13/04/03 21:36 #
Nei, ég hef það bara þannig að færslur sem eru ekki "pingable" koma ekki í .rss yfirlitið. Er semsagt með: MTEntryIfAllowPings í kringum item í rss template skránum. Svo er ég með færlsur default pingable en afhaka þegar ég set inn "ómerkilegar" færslur eins og daglegu þyngdartöluna. Það er eflaust hægt að finna smekklegri lausn á þessu, en þetta dugar mér.
Tómas Hafliðason - 13/04/03 23:53 #
Mér finnst þetta samt mjög áhugaverð pæling, ætli ég útfæri þetta ekki hjá mér. Það eru einmitt ekki allar færslur sem maður hefur áhuga á að birtist á naggnum, það gætur verið taldar "teljarafærslur" :)