Örvitinn

Hvaða tjokkó er þetta?

Fórum í afmælisboð til Regins og Ágústu í gærkvöldi. Tókum Ingu Maríu og Kollu með en ekki Áróru þar sem hún gisti hjá Hrafnhildi vinkonu sinni. Þetta var fínt boð og allir kátir. Við vorum til hálf ellefu en þá var Inga María orðin alveg uppgefin.

Bróðir hennar Ágústu var á staðnum en fór snemma. Þegar hann fór spurði hann Regin, "hvað tjokkó er þetta?" og átti við mig !!

Ég hef aldrei heyrt þessa lýsingu á mér áður, veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. Í gær mætti ég í boðið beint úr vinnunni, órakaður (síðan á þriðjudag) í gallabuxum og peysu. Hef ekki farið í ljós í tólf ár og ekki hlusta ég á eff emm 957.

Bróðir hennar hafði nú samt séð mig áður, spilaði með okkur fótbolta fyrir löngu síðan. Ég var reyndar 114 kíló þá þannig að það er svosem ekki skrítið að hann hafi ekki þekkt mig aftur.

Góðan daginn, ég heiti Matti og ég er tjokkó.

Hvað er annars tjokkó? Þarf ég að gera eitthvað í þessu :-)

dagbók