Örvitinn

hringormar

Það fyrsta sem ég sá þegar ég byrjaði að gæða mér á hádegismatnum voru tveir vænir hringormar. Ég setti þá til hliðar og borðaði allan matinn, grandskoðaði hvern bita áður en ég stakk honum upp í mig.

Hringormar eru reyndar mis geðslegir. Þessir voru ógeðslegir, mér fannst þeir ekki vera nógu vel eldaðir, glærir og ferskir. Litu ekki út fyrir að vera nógu dauðir!

Ég hafði nú ekki hátt um þetta við matarborðið, nefndi þetta þegar ég var búinn að fullvissa mig um að sessunautar mínir væru búnir að borða.

Ingunn kom reyndar inn á óheppilegum tíma og missti matarlystina. Kartöflur og salat í hádegismatinn hjá henni.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 31/03/03 13:15 #

ojj ojj ojj ég hefði sko ekki haldið áfram að borða Er næstum búinn að missa listina á snúðnum sem ég er að borða neee ekki alveg samt ;-)

Regin - 31/03/03 13:34 #

Sama hér ég hefði aldrei getað borðað þetta.

Eggert - 31/03/03 22:39 #

var semsagt þorskur í hádeginu?

Matti Á. - 31/03/03 22:42 #

jamm, þorskur með kartöflum, sósu, salati og hringormum.