Örvitinn

er ég geðklofi (hvað tónlist varðar)

Það getur ekki verið eðlilegt að hoppa á milli Belle and Sebastian og Pantera. Angurvær og ljúf tónlist annars vegar, hrátt og grjóthart metal rokk hins vegar.

Vulgar Display of Power eldist vel. Ég endurlifi Cancun '93 í huganum. Sukk og svínarí, engar áhyggjur. Tíu ár síðan.... úff.

Spurning um að skipta yfir í Nick Cave til að viðhalda þunglyndinu útaf þessari uppgötvun.

Ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að hafa lesið pistil Birgis; "Segðu mér á hvað þú hlustar og ég skal segja þér hver þú ert". Ég veit nefnilega ekkert hver ég er og var að spá í hvort tónlistin sem ég hlusta á gæti fært mig eitthvað nær svari :-P

Flottur pistill hjá Birgi (eins og alltaf). Merkilegt hvernig maður fær alltaf meiri og meiri innsýn í sálartetrið hans. Hver veit, kannski er sú innsýn bara blekking. Ætli ég sé að horfa í spegil þegar ég þykist sjá hvað er að kokka í kollinum á honum ?

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 22/03/03 11:40 #

gaman að sjá menn hlusta á Belle & Sebastian, fólk gerir ekki nógu mikið af því.

Fáar hljómsveitir sem geta komið manni uppúr lægð og gert mann glaðann og almennt verið í góðri stemmningu svona auðveldlega. Mjög gott!

Matti Á. - 22/03/03 15:55 #

Ég held það sé rétt munað hjá mér að ég hafi fyrst tékkað á bandinu eftir að hafa lesið lof á síðunni þinni. Keypti mér tvo diska (The Boy with the arab strap / If you're feeling sinister) og spilaði grimmt í sumarfríinu 2001. Allir diskarnir eru svo hér í vinnunni.

Þetta er bölvuð snilld, eitthvað gengur mér samt illa að sannfæra vinina um það ;-)

Bið að heilsa Kidda bróður þínum.