Örvitinn

Henson - Dufþakur

Ég spilaði leik með Henson í kvöld þar sem við mættum Dufþak á ásvöllum í Hafnafirði.

Henson var mun sterkara liðið. Lentum þó undir í snemma í leiknum eftir klaufaskap markmanns. Höfðum þá sótt stíft án þess að uppskera. Skoruðum eitt mark sem var dæmt af áður en dufþakur fékk afskaplega ódýrt mark.

Eftir þetta hertum við sóknina og leikurinn endaði a.m.k. 9-1 Ég held við höfum skorað fleiri en eitthvað er deilt um hvort einhver mörk hafi verið dæmd af sökum rangstæðu.

Ég skoraði tvö mörk í leiknum. Eitt um miðjan síðari hálfleik, lék þá sem hægri bakvörður og ætlaði að senda fyrir utan af kanti en hitti boltann illa og skaut yfir markvörðinn :-)

Fór svo útaf í 5-10 mínútur og kom inn í sóknina síðustu 10 mínútur leiksins. Lagði upp eitt mark og skoraði svo síðasta markið, fékk góðan bolta í gegnum miðjuna, var kominn einn í gegn og lagði boltann framhjá markverðinum.

Það verður að taka það fram að það vantaði nokkra leikmenn hjá dufþak. Reyndar vantaði líka menn hjá Henson en við mættum samt með nokkuð sterkt lið. Leikurinn var drengilega leikinn, aðstæður fínar og stemmingin góð. Við spiluðum á köflum stórfínan bolta og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk.

utandeildin