Örvitinn

kominn á molana

Þessi síða er kominn inn á molana þannig að nú birtist nýjasta fyrirsögn á nagportal. Eins og ég minntist á um daginn mun ég stjórna því hvaða fyrirsagnir birtast á yfirlitinu með því að velja hvort hægt sé að setja trackback vísanir á færsluna. Færslur sem ekki er hægt að setja trackback vísun á fara ekki í rss yfirlitið. Þetta er afskaplega einfalt í MovebleType.

Ég ætla ekki að ritskoða síðuna að öðru leiti, þannig að ef einhver hefur áhuga á að fylgjast með daglegu þyngdartölunni eða tilgangslitlum dagbókarskrifum má hann það en ég efast um að fólk muni rápa mikið hingað inn.

Af hverju skrái ég inn þyngdartölu hvers dags? Hackers diet útskýrir það. Nei, ég styðst ekki við hackers diet að neinu öðru leiti, sá bara fín rök fyrir því að skrá þyngdina daglega á þessari síðu.

Hver í fjandanum er ég?

dagbók