Örvitinn

rólegheit

Ekki fór þetta nú mjög vel í gærkvöldi, við töpuðum 6-1 fyrir Víði Garði. Í raun getum við ekki kvartað undan þessum úrslitum, við vorum ekki með okkar sterkasta hóp og vorum í rauninni bara með einn og hálfan varamann!

Að minnsta kosti fjögur af mörkum Víðis komu á síðustu fimm mínútum hálfleikanna enda fór ekkert á milli mála að miklu munaði á þreki leikmanna liðanna. Einnig spilum við vanalega tvisvar sinnum fjörtíu mínútur í utandeildinni en þessi leikur var tvisvar sinnum fjörtíu og fimm mínútur.

En það er gaman að þessu, við fengum okkur svo öl eftir leikinn, brunuðum í bæinn og spiluðum pool á Hverfisgötunni.

Ég stefni á að taka því rólega í dag, er núna hjá tengdó. Förum svo í teiti hjá Stebba mág í kvöld í tilefni þrítugsafmælis hans.

dagbók