trackback
Í færslunni hér fyrir neðan reyndi ég að nota trackback fítusinn í dagbókarkerfinu til að setja vísun á færsluna mína úr umræðunni á síðunni hans Einars. Það gekk ekki, fékk 404 villu. Er að setja þessa færslu inn til þess eins að prófa trackback á þessari síðu sem er einmitt ætluð til þess.
Uppfært
Þetta tókst, ef þið smellið á trackback linkinn á síðunni sjáið þið vísun í þessa færslu. Mín vísun er númer 81.
17.02.03 10:50
Ekki tekst mér að pinga sjálfan mig. Var að prófa að pinga færslu á þessari vél [http://www.gmaki.com/cgi/mt-tb.cgi/3] og fékk [Ping 'http://www.gmaki.com/cgi/mt-tb.cgi/3' failed: HTTP error: 500 read timeout] Spurning hvort þetta sé stillingaratriði á eldveggnum, auðvelt að tékka það með því að telneta á port 80 á vélinni úr skel.
Nei, það gengur alveg eins og í sögu, þannig að það er ekki vandamálið.
hmm. trackbackið virðist vera að skila sér, a.m.k. fæ ég tilkynningu í pósti og viðeigandi færsla er komin í gagnagrunninn.
Villan virðist felast í því að það annað hvort tekur of langan tíma að rebuilda færsluna eða þá að engu er skilað til baka. Ég geri ráð fyrir að Movable Type skili gildi til baka, þannig að líklegast tekur bara of langan tíma að gera rebuild. Ég get því hunsað villuna.
Ef þið kíkið á þessa færslu sjáið þið hvernig þetta kemur út í raun. Ef einhver vísar á færslu hjá mér og sendir trackback ping, kemur linkur í færsluna mína á þá færslu undir fyrirsögninni "Vísanir í þessa færslu". Spurning hvort ég ætti bara að hafa það "Vísanir" ?
Ég held ég muni nota þetta dáldið til að vísa í færslur hjá sjálfum mér. Þá er hægt að rekja sig áfram ef ég fjalla meira um eitthvað málefni. Hingað til hef ég þurft að fara inn í gamlar færslur og bæta inn link í höndunum.
17.02.03 13:15
Ok, fann aðferð til þess að uppfæra stakar færslur þegar trackback er sent. Þar sem ég vill forðast það að nota popup glugga lista ég vísanir á sama hátt og ég lista athugasemdir.
Gallinn var bara sá að stakar færslur voru ekki endurgerðar þegar trackback var sent. Á síðunni sem ég vísa í hér fyrir ofan er bent á hvernig maður getur breytt einu perl scripti til þess að uppfæra .
Núna þarf ég bara að fá PingTimeout til að virka í mt.cfg hjá mér. Fékk einhverja villu þegar ég setti það inn áðan. Aha, það skiptir máli hvort maður notar hástafi eða ekki. Var með PingTimeOut en ekki PingTimeout.
Einar Örn - 17/02/03 16:51 #
Ég hef verið að reyna að laga Trackbackið hjá mér. Sjá hér.
Ég er með Windows IIS server, veistu eitthvað hvernig ég get prófað það hvort vandamálið hjá mér er Firewall tengt?
Eða hefurðu hugmynd um hvað vandamálið hjá mér gæti verið?
Já, og btw það er stafsetningavilla í þessu template hjá þér. Stendur "Athugasem", vantar D
Matti Á. - 17/02/03 19:46 #
Ég var búinn að kíkja á forumið á MovableType vefnum og sá þar þráðinn þinn.
Þetta er alveg örugglega ekki vandamál með eldvegg þar sem trackback ping er í rauninni bara venjuleg POST http fyrirspurn. Ég hélt þetta væri hugsanlega vanstilling á eldvegg hjá mér þegar það mistókst að senda trackback á mína vél. Svo var ekki.
Auk þess fær maður svar ef maður prófar að sleppa parametrum þegar maður vísar í http://www.danol.is/mt/mt-tb.pl úr browser. [Need a TrackBack ID (tb_id).]
Prófaðu að setja <$MTEntryTrackbackCount$> í header á individual entry hjá þér. Það getur verið áhugavert að sjá hvort bookmarkletið fái sama trackback url og þú ert að nota.
Annars stend ég eiginlega á gati eins og er, er búinn að prófa að vísa í þetta hjá þér með nokkrum mismunandi aðferðum en fæ alltaf villu.
Einar Örn - 17/02/03 21:24 #
Ok, ég bætti þessu inní ind.archive templateið. Nenni ekki að rebuilda allt (tekur marga klukkutíma) en ég save-aði þessa færslu, þannig að þetta ætti að virka þar.