rss yfirlit
Ef þið smellið á XML linkinn sem er neðst hægra megin á síðunni fáið þið rss yfirlit yfir nýjustu færlsu á síðunni. Yfirlitið birtist ekki í Internet Explorer vegna þess að það eru ólöglegir stafir í því. Laga það seinna !!
Tilgangurinn með þessu skjali er að hægt sé að fylgjast með því sem er að gerast á síðunni án þess að sækja alla síðuna. Fáanlegur er hugbúnaður sem maður getur keyrt á vélinni sinni sem sækir rss yfirlit og birtir nýjustu fyrirsagnir, svipað og nagportal
Ég hef lengi ætlað að fikta aðeins í dagbókarkerfinu til þess að breita útfærslunni á rss yfirlitinu. Ég myndi vilja geta valið hvaða hópar fara í yfirlitið, sleppa því til dæmis að setja þyngdartölur og dagbók en hafa allt annað. Þegar (ef) ég verð búinn að útfæra þetta er hugsanlegt að ég skrái síðuna á rss.mola en fyrr gerist það ekki. Ég held þetta sé ekki mjög mikil mál, perl kóðinn á bak við MT er nokkuð auðskilinn (sem er afrek í sjálfu sér þegar um perl kóða er að ræða)
Eins og svo mörg önnur verkefni þarf þetta að bíða betri tíma :-)