Örvitinn

slúður

Voruð þið búin að heyra um alþingismanninn sem gifti sig um jólin?

Af hverju hefur enginn fjölmiðill fjallað um það? Ætli það tengist því eitthvað að alþingismaðurinn giftist manneskju af sama kyni?

Hefur verið fjallað um þetta og ég bara misst af því? Það kemur jú fyrir að ég les ekki Séð og Heyrt!

Ég held þetta sé ekki stórmál á Íslandi árið 2003.

dagbók
Athugasemdir

birgir.com - 08/01/03 10:53 #

Er sú staðreynd að ekkert hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum ekki bara rakin sönnun þess að þetta er ekkert tiltökumál?

Matti Á. - 08/01/03 11:08 #

Í rauninni er þetta rakin sönnun þess. Þó held ég að búið væri að nefna það í fjölmiðlum ef einhver alþingismaður hefði gifts manneskju af gagnstæðu kyni. Kannski er það vitleysa í mér.

Það má þó segja það íslenskum fjölmiðlum til hróss að þeir skipta sér lítið sem ekkert af einkamálum íslenskra stjórnmálamanna. Þannig á það að vera, það kemur mér ekki við hverjum stjórnmálamenn sofa hjá.

Hef verið að velta þessu fyrir mér þar sem ég held að ég sé líklegri til að kjósa samkynhneigðan frambjóðanda en gagnkynhneigðan!!! Þetta segi ég einungis út frá því að Heimir Már er svo helvíti frjálslyndur að ég hefði getað hugsað mér að kjósa hann þrátt fyrir flokkinn hans (og væl hans út af ofsóknum í garð reykingarmanna). En það er víst ekki til umræðu þar sem hann fékk ekkert brautargengi í prófkjöri.

Nei, ég mun ekki láta kynhneigð stjórnmálamanna ráða atkvæði mínu :-P

Stjórnmálamaðurinn sem slúðursagan segir að hafi verið að gifta sig fær þó seint mitt atkvæði. Held líka að stuðningshópur þessa stjórnmálamanns sé ekkert sérlega jákvæður gagnvart samkynhneigðum. Það er þó bara tilfinning mín.

Eggert - 08/01/03 15:45 #

Kýstu Heimi af því hann er frjálslyndur? Hmm. Er ekki verið að blekkja sjálfan sig, Matti? Spurning um að fara að opna aðeins skáphurðina og gægjast út? Hvaða stjórnmálamaður var annars að ganga í það heilaga?

Matti Á. - 08/01/03 16:15 #

Nei, ég kýs Heimi ekki enda er hann ekki í framboði. Aftur á móti myndi ég gjarnan vilja tækifæri til þess að kjósa fólk eins og hann (núna gef ég mér að hann hafi þær skoðanir sem koma fram í ræðunni sem ég vísa á í hér)

Ég segi ekki hvaða stjórnmálamaður þetta er á þessari síðu þar sem ég slúðra ekki heldur ræði um slúður :-|