Örvitinn

hitt og þetta

Gyðu finnst tíminn fljótur að líða.

Til er fólk sem trúir á geimverur.

Ég fór í ræktina í morgun fyrir vinnu. Ákvað að fara í skíðatæki eða hvað þetta heitir nú í 35 mínútur í stað þess að hlaupa. Þetta var óttalega létt eitthvað ég svitnaði varla.

Klukkan fjögur í dag er fyrirlestur/ráðstefna í Grensáskirkju um aðskilnað Ríkis og Kirkju. Ég hefði haft áhuga á að mæta en aðalfyrirlesarinn er Norskur og mun halda fyrirlestur sinn á Norsku. Ég myndi ekki skilja orð.

Málþing um íþróttir og gildismat.
Hvað er eiginlega í gangi? Ég sé ekki betur en að Kirkjan sé að undirbúa stórsókn. Hún treður sér út um allt (á minn kostnað).

Djöfull er ég þreyttur....

dagbók