Örvitinn

myndavélaöfund

Pabbi keypti sér digital myndavél um daginn. Helvíti fín myndavél, 4MP upplauns og 4x aðdráttarlinsa. Fullt af sniðugum fítusum.

Það sem helst vantar í vélina mína er möguleikinn að geta tekið upp myndbönd. Jafnvel þó maður geti bara tekið stutt myndskeið á þessar vélar þá er gaman að þeim. Dáldið öðruvísi að eiga hreyfimyndir af stelpunum.

Eflaust væri gaman að eiga alvöru video cameru en ég er bara hræddur um að hún yrði lítið notuð.

græjur
Athugasemdir

Regin - 16/12/02 10:16 #

Ég er ekki sammála þessu með því að alvöru DV camera sé lítið notuð. Strax og það varð mögulegt að klippa þetta til og móta í PC vél. Þá er þetta allt annað líf. Maður er ekki að horfa á 3 tíma af samhengislausu rugli úr sumarfríinu, heldur 25 mín hnitmiðað efni með titlum, tónlist o.s.frv. Í því liggur gríðarlegur munur.

Matti Á. - 16/12/02 11:12 #

Þetta er náttúrulega satt hjá þér, þú hefur líka reynslu af þessum græjum en ég ekki.

Man bara eftir gömlu videocamerunni á heimili foreldra minna sem var nánast aldrei notuð.

Kanski er digital camera bara málið. Ekki að ég hafi efni á svona græjum á næstunni. En um næstu jól verða semsagt tekin myndskeið á vélina hans pabba og skellt inn í tölvu jafnóðum.

Regin - 16/12/02 18:03 #

Þú getur kannski betlað díl hér :):)

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1008745

Matti Á. - 16/12/02 18:24 #

holy shit, þetta eru aldeilis fréttir.