leti og strætósögur
Mikið er ég latur.
Ég sleppti því að fara í World Class áðan þar sem ég svaf full lengi í morgun. Stefni á að fara í kvöld en er satt að segja ekkert alltof bjartsýnn á að ég standi við það.
Tók strætó í morgun eins og svo oft áður. Í Mjódd beið vagninn eftir fleiri farþegum eins og svo oft áður. En í þetta skiptið gerðist dáldið óvænt. Rétt áður en vagninn lagði af stað frá Mjódd fylltist hann af krökkum úr leikskóla í Breiðholtinu. Þvílíkt fuglabjarg.
Ungur piltur settist við hlið mér og ræddum við aðeins saman á leiðinni niður í bæ. Hann spurði mig hvort ég trúði á jólasveininn, ég sagðist vera full gamall fyrir það. Hann fékk tyggjó og litabók í skóinn.
Krakkarnir voru á leiðinni í Ráðhús Reykjavíkur sem hann vildi meina að væri hundleiðinlegt.
Þögnin í strætó eftir að krakkarnir fóru út var skerandi.