Örvitinn

ekkert gengur

Enginn nennir að rífast um eiturlyf.

eiturlyf
Athugasemdir

Hildur Björk - 06/12/02 02:08 #

Þú gleymir fátæktargildrunum sem virðast fylgja fíkniefna notkun..fátæktargildra frá félagsfræðilegu sjónarhorni er sem sagt að fíkniefna neytendur geta illa séð fyrir börnum og aðstoða þau þannig þeim gengur ekki vel í skóla og lenda sjálf í vandræðum og svo koll af kolli.. Þannig það eru ekki bara heilsufarsvandamál...og rökin að þetta sé allt af því að fíkniefni eru ólögleg...eru fáránleg.

Matti Á. - 06/12/02 10:41 #

Ég gæti vel fært rök fyrir því að fátæktargildran eigi sér einmitt orsök í því að eiturlyf eru ólögleg. Ef þau væru ekki ólögleg heldur seld t.d. í lyfjaverslunum væru þau mun ódýrari, jafnvel ókeypis í þeim tilvikum þar sem um helsjúka fíkla er að ræða.

Auk þess hefur verið sýnt fram á að fólk sem fær "góð" eiturlyf getur í mörgum tilvikum lifað fullkomlega eðlilegu lífi. Í Bretlandi var gerð tilraun með að gefa Heróín sjúlkingum skammtinnn sinn undir eftirliti lækna. Þetta fólk var í öllum tilvikum "eðlilegt".

Af hverju eru rökin "fáránleg". Það er ekki nóg að hrópa það. Komdu með ástæðu.

Hildur Björk - 06/12/02 14:41 #

Þetta hefur verið mjög lítið prófað(þar að segja að gera tilraunir með fíkla og eiturlyf) og þú kemur með þessa rannsókn en það eru líka rannsóknir sem gefa öfuga niðurstöðu.

Matti Á. - 06/12/02 15:13 #

Þessi vísun í rannsóknina (sem fjallað var um í þættinum 60 mínútur á sínum tíma) er ekki það eina sem ég setti þarna fram.

Af hverju eru eiturlyf dýr? Af hverju eru fíklar glæpamenn? Af hverju neiðast fíklar til að neyta "lélegra" fíkniefna?

Jú, vegna þess að eiturlyf eru ólögleg.

Sjáðu til, ég hef enga trú á því að hægt sé að koma í veg fyrir að til séu fíklar. Held reyndar að allar hugmyndir um slíkt séu kjánaleg draumsýn.

Þá hljótum við að þurfa að skoða hvernig við getum minnkað þann skaða sem samfélagið verður fyrir vegna fíkniefna. Með því að hafa fíkniefni ólögleg og berjast hart gegn þeim eins og gert er um allan heim erum við að auka skaðann. Það er engin spurning. Það er varla hægt að segja að það sé umdeilt.

Með því að hafa fíkniefni lögleg verður ennþá til fólk sem mun skaðast af neyslu fíkniefna. Jafnvel fleiri munu prófa fíkniefni en gera það í dag. En það eru minni líkir á að þeir skaði sjálfa sig og aðra.

Auk þess munum við kippa fótunum undan glæpamönnum sem selja fíkniefni í dag og hika ekki við að beita ofbeldi til að innheimta skuldir hjá fólki sem ekki getur kært til lögreglu þar sem það fólk er þegar orðið að glæpamönnum fyrir það eitt að hafa átt viðskipti við þessa glæpamenn. Úff, löng setning.

Auk þess held ég ekki að það séu til rannsóknir sem gefa öfuga niðurstöðu.

Hildur Björk - 07/12/02 02:29 #

Ég held að það breyti engu um það hvort efni séu lögleg eða ólögleg hvernig vímu fólk fer í við inntöku efnanna. T.d hver var skammturinn af heróíni hjá þessu "eðlilega" fólki í rannsókninni sem þú vísar í? Nú er áfengi t.d. löglegt fíkniefni...finnst þér þú í eðlilegu ástandi eftir 2 kippur? Ef fíkniefni verða lögleg..viltu þá að fylgst yrði með skammta stærð svo fólk yrði "eðlilegt" Nei sko mér datt nefnilega í hug að þú myndir dæsa þegar þú læsir 2 kippur og hugsa..hvað ég þyrfti að vera ýkt..en við vitum að t.d. er heróín ávanabindandi líkamlega og til að fá sömu vímu aftur og aftur þarftu sí aukinn skammt. Jæja farin að svæfa..

Matti Á. - 07/12/02 12:45 #

Sjáðu til, ég geri mér einfaldlega grein fyrir að fólk mun fara í vímu hvort sem efnið sem það er háð er löglegt eða ólöglegt.

Það sem breytist við að lögleiða eiturlyf er að við minnkum þann skaða sem samfélagið verður fyrir.

Áfram mun fólk fara sér að voða við neyslu eiturlyfja, alveg eins og í dag. En þetta fólk mun valda minni skaða út á við, þar sem það þarf ekki að fjármagna neyslu sína með glæpum.

Auk þess má ekki gleyma því að langflestir þeirra sem nota eiturlyf eru "casual" notendur og ekki háðir þeim nákvæmlega eins og með áfengið.

Gyða - 09/12/02 08:51 #

Ég nenni nú voðalega lítið að rökræða þetta við þig Matti minn en ég veit ekki betur en samfélagið verði fyrir heilmiklum skaða af löglega vímuefninu sem felst í áfenginu.
Jafnvel þó að langflestir séu casual notendur þá eru líka fullt af fólki sem höndlar ekki áfengisnotkun. Ekki það að ég vilji banna áfengi samt :-) Gyða þessi sem þú ert svo vel giftur :-)

Matti Á. - 09/12/02 10:02 #

Ég er ekki að segja að samfélagið verði fyrir ENGUM skaða ef eiturlyf verða lögleifð. Ég er að segja að samfélagið verði fyrir MINNI skaða.

æi, það tekur því ekki að ræða þetta :-(