Örvitinn

high society

Var að klára að lesa bókina High Society eftir Ben Elton. Bókin er ádeila á stríðið gegn eiturlyfjum.

Við fylgjumst með þingmanninum Peter Paget sem leggur fram frumvarp um að lögleiða öll eiturlyf. Einnig fylgjumst við með mörgum öðrum persónum sem á einhvern hátt tengjast eiturlyfjaheiminum. Meðal annars er komið inn á heim mannsals, þar sem konum er rænt og þær notaðar sem kynlífsþrælar.

Það er ljóst af lestri bókarinnar að Ben Elton er þeirrar skoðunar að núverandi stefna er að leiða okkur í ógöngur. Fíklum fjölgar, glæpamenn auka völd sín og auð á sama tíma og venjulegt fólk er orðið að glæpamönnum fyrir það eitt að neyta ólöglegra eiturlyfja.

Bókin er góð, fékk mig til að hugsa um nýja fleti á þessu máli.

Ég vil lögleiða öll fíkniefni.

bækur pólitík