Örvitinn

10592

10592 dagar frá því ég mætti í teitið.

Gleðin eykst, nýir gestir mæta á staðinn, aðrir láta sig hverfa. Einhverjir kunna sér ekki hóf og missa rænu, kvöldið búið um leið og það hefst. Margir finna ekki húsnæðið, flestum er aldrei boðið.

Í stofunni velta gestir því fyrir sér hver standi fyrir boðinu, hafi borgað veitingarnar, eigi húsnæðið. Enginn veit það með vissu en allir hafa skoðun (jafn vitlausa). Ég held að gestgjafinn sé ekki til, gestirnir séu hústökufólk.

Þegar líður á kvöldið fer þreytan að segja til sín og nokkrir fara í bæinn á meðan aðrir sofna í sófanum.

Veislan heldur áfram með nýjum andlitum, eftirmyndum..

Ég ætla að vaka lengi og sjá hvað gerist.

tuttuogniu.jpg

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 24/11/02 00:06 #

Til hamingju með afmælið annars. Megir þú lifa í önnur 29 ár til viðbótar! Og önnur!