Örvitinn

tölvudót

Gyða fór í Tæknibæ áðan og keypti geislaskrifara. Við vorum að leita að ódýrum skrifara og ætluðum fyrst að kaupa hann hjá BT (fá ekki einu sinni link, vegna þess að þeir eru drasl) en þar var ódýrasti skrifarinn að sjálfsögðu uppseldur.

Ég ákvað að kaupa ekki næst ódýrasta skrifarann hjá þeim þó hann hafi verið á svipuðu verði og skrifarinn hjá Tæknibæ vegna þess að ég þoli ekki þegar búðir auglýsa ódýrar vörur sem eru svo ekki til þegar maður mætir á staðinn.

Skrifarinn sem við keyptum er frá NEC og hér er hægt að lesa umsögn um hann á Norsku :-)

Þegar ég set skrifarann í "nýju" tölvuna í kvöld ætla ég um leið að flytja netkort úr gömlu tölvunni og taka hana úr umferð. Þessa dagana erum við alltaf með kveikt á tveimur vélum, gamla vélin er tengd við ADSL módemið og þess vegna þarf að kveikja á henni fyrst (og færa skjásnúruna á milli og svoleiðis.. alveg til skammar heima hjá tölvumanni)

En í kvöld reddast þetta allt. (Eða.. við missum netsamband í einhvern tíma)

græjur