Örvitinn

kynlífsþjónusta - sænska leiðin

Síðan hvenær hefur verið eitthvað að marka það sem Kolbrún Halldórsdóttir segir?

Nú er hún komin frá Svíþjóð þar sem hún kynnti sér sænsku leiðina varðandi vændi. Þar var það gert löglegt að bjóða vændi en refsivert að kaupa það!!! Ég skil ekki vandamálið. Af hverju leggja menn ekki bara orku í að vernda konur, finna þessar konur sem verið er að selja milli landa og hjálpa þeim?

Í stað þess að gera glæpamenn úr fjölda manna hlýtur að vera hægt að setja orku í að leysa hinn raunverulega vanda. Það er að segja, vernda konur sem eru neyddar út í vændi.

Með því að gera þetta ólöglegt sé ég ekki að verið sé að hjálpa nokkrum. Að minnsta kosti sé ég ekki hvernig verið er að hjálpa þessum konum?

Heldur einhver að mennirnir sem ræna þeim og flytja milli landa átti sig núna á því að þetta geti verið eitthvað athugavert? "úbbs, þetta er víst bannað, förum strákar og seljum dóp.. ha er það bannað líka"

Rugl.

klám