Örvitinn

greyið silfurskotturnar

Í fyrramálið mætir meindýraeyðirinn hingað til okkar og eitrar fyrir silfurskottum. Við höfum séð silfurskottur af og til frá því við fluttum hingað inn.

Höfum verið að taka til og þrífa um helgina. Ég er náttúrulega búinn að vera húðlatur og Gyða greyið hefur þurft að sjá um þetta að mestu leiti. Hún er agalega illa gift aumingja stelpan :-)

Fórum í matarboð til mömmu og pabba í kvöld. Þetta var alvöru fjölskylduboð, afi og Kamma mættu auk allra systkyna pabba. Ég tók slatta af myndum sem ég skelli á vefinn á morgun.

Boðið var upp á hamborgarahrygg í matinn og ég borðaði náttúrulega yfir mig. Svo var súkkilaðiterta dauðans í eftirrétt og ís. Ég kvíði því að stíga á vigtina í fyrramálið. Til að toppa þetta allt saman át ég svo Snickers súkkilaðistykki í kvöld. Jæja, þegar maður ætlar að rasa út á maður að gera það almennilega.

Á morgun munu ótal silfurskottur enda líf sitt, aðrar dasaðar munu fá áfallahjálp grunlausar um að líf þeirra er við það að enda.

Hugsið til þessara litlu sálna. Við erum jú öll börn Gvuðs.

NOT

dagbók