leyndarmál
Hlutir að gerast í vinnunni. Má samt ekki segja fyrr en í kvöld :-)
Uppfært 03.10.02 14:30
Jæja, þetta er ekki ennþá opinbert en ætti ekki að berast langt þó ég blaðri hér.
Crunchið er búið.
Síðar í dag verður send út fréttatilkynning þar sem tilkynnt verður að útgáfu EVE hefur verið frestað um þrjá mánuði. Leikurinn mun því ekki koma út í byrjun desember heldur byrjun mars á næsta ári.
Simon&Schuster áttu frumkvæðið að þessari ákvörðun sem er tekin til að minnka líkurnar á því að eitthvað komi upp á þegar leikurinn hefst. Fjármögnun er tryggð fram að útgáfu leiks.
Ég er afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu, þar sem ég mun fá tækifæri til þess að koma lífi mínu í eðlilegt ról. Vinnutíminn verður nær því sem getur talist heilbrigt. Það er alveg ljóst að þetta er ekki 9-5 vinna og slíkt hefur aldrei staðið til, en ég stefni á að vinna umframvinnuna eins mikið heima hjá mér og ég get.
Ég er nokkuð viss um að við hefðum getað klárað leikinn fyrir desember, en það hefði verið tæpt sem um leið þýðir að ekki hefði gefist nægur tími til að prófa allt nægilega vel. Við ættum því að geta klárað þetta og skilað leiknum frá okkur pottþéttum!!
Jæja, sjáum hvað setur.
Regin - 02/10/02 18:02 #
Þú verður að vera fyrstur með fréttirnar og birta þetta leyndamál hér :)
Matti Á. - 03/10/02 08:45 #
Frestast aðeins, má ekki segja fyrr en síðar í dag :-O
Regin - 03/10/02 14:14 #
Núna er ég að verða talsvert forvitinn!
Matti Á. - 03/10/02 15:16 #
Það var nú ekki merkilegra en þetta ;)