Örvitinn

dugnaður og leti

Regin virðist vera duglegur í ræktinni þessa dagana.

Það sama er ekki hægt að segja um mig. Hef ekki mætt í World Class síðan á mánudag í síðustu viku. Hef reyndar farið þrisvar í fótbolta, þannig að ég hef náð að sprikla aðeins. En þetta gengur samt ekki lengur. Þarf að ná að mæta helst þrisvar í viku og taka aðeins á lóðunum. Ef maður rýnir í tölurnar sést að ég er ekkert að léttast þessa dagana, sem er slæmt. Annað sem sjá má á tölunum er klukkan hvað ég ríf mig á fætur, því tíminn við þyngdartölurnar er um leið sá tími sem ég drattast fram úr rúminu á morgnana. Það að geta ekki rifið sig á fætur klukkan 6:30 er náttúrulega ekkert nema aumingjaskapur :-|

Hnéð á mér er að skána, marið er frekar ljótt að sjá en ég er ekkert mjög aumur. Ætla að prófa að skokka aðeins í World Class á eftir og sjá svo til hvort ég treysti mér í að spila með Henson annað kvöld.

heilsa