svefn
Ég á óskaplega erfitt með að vakna þessa dagana. Fór að sofa fyrir tíu í gærkvöldi en gat samt ómögulega vaknað við vekjaraklukkuna klukkan sex í morgun. Endaði með því að fara á fætur rétt fyrir átta.
Ég held þetta tengist því eitthvað að við erum með lokað fram til að koma í veg fyrir að Inga María skríði fram. Gæti trúað því að loftið í svefnherbeginu sé ekkert alltof ljúft um miðjar nætur.
Ég þarf að drífa mig í að setja upp hlið við stigann á svefnhæðinni svo við getum opnað fram, þá hef ég þá afsökun að minnsta kosti ekki lengur.
Kolla fer í leikskólann í fyrsta sinn núna á eftir. Hún og Gyða fara í klukkutíma heimsókn. Ég er mjög spenntur fyrir þessu, held að Kolla muni pluma sig enda er hún mjög spennt að byrja.