brúðkaupsafmæli
Í gær áttum við hjónin semsagt fjögurra ára brúðkaupsafmæli. Hin þrjú skiptin höfum farið út að borða en núna vorum við ekki alveg tilbúin í að setja Ingu Maríu í pössun. Finnst alveg nóg að hafa gert það síðasta föstudag.
Ég var í vinnunni til 20:30 í gærkvöldi en þá rölti ég á uppáhaldsveitingastaðinn okkar, Austur Indía félagið og sótti mat sem ég hafði pantað fyrr um kvöldið. Tók svo leigubíl heim með viðkomu í blómabúð.
Heima var Gyða búin að svæfa stelpurnar og leggja á borð. Við borðuðum yndislegan mat og drukkum með flösku af mjög góðu hvítvíni. Eftir mat sátum við svo við kertaljós og slökuðum á.
Rosalega langar mig í meira af lambakjötinu sem var marinerað í mangó chutney.... snilld, algjör snilld.