Örvitinn

"Matti er hættur að mæta í World Class"

Segir Davíð Torfi, sár og svekktur yfir því að hafa mætt aleinn í morgun.

Sannleikurinn er náttúrulega sá að ég var að koma úr World Class núna, enda svaf ég yfir mig eins og mér væri borgað fyrir það.

Mætti í World Class um tíu leitið, tók brjóst og bak, skokkaði ekki eftir tímann.

Var 87,1kg fyrir tíma og 86,6kg 86,8 eftir tímann sem sýnir ágætlega hverslags dútl tími þetta var.

Svo var ég nú bara að mæta í vinnuna núna eftir æfingu, þannig að ég hef ekki haft tækifæri til að svara þessum ásökunum Davíðs. Skellti inn þyngd morgunins heima áður en ég fór í ræktina.

Tókstu vel á því Davíð minn?

dagbók
Athugasemdir

Davíð - 21/08/02 11:26 #

upphitun í 5 mín, læri-fram 12, 10, 8, læri-aftur 12, 10, 8, Kálfar, 12, 10, 8 og magi 12, 10, 11, - smá teygjur og í sturtu!

Oft reynt meira á mig..... hálf latur þessa dagana (hehehe eins og aðra!)