Svo það sé á hreinu
Þá mætti ég í World Class í morgun. Tók stutta en góða æfingu, brjóst og bak. Rosa flott veður í morgun þegar ég vaknaði. Lagði af stað í ræktina hjólandi á stuttbuxum. Stoppaði fljótlega á leiðinni og klæddi mig í buxur, vindjakka og setti upp hanska. Það var skítakuldi.
Davíð mætti ekki, þurfti víst að mæta snemma í vinnu.
Í morgun var ég 89kg.
Regin - 10/07/02 09:34 #
Mér finnst karlinn búin að vera helv. lengi á 88-90kg bilinu, verðuru ekki að fara að hringja í Dr. Atkins :):)
Matti - 10/07/02 09:42 #
það er satt, þetta hreyfist ekki mikið þessa dagana. Á móti kemur að ég vigta mig alltaf snemma á morgnana áður en ég losa mig við 0.5-1.0kg í postulínskálina :)
Annars er ég að spá í að fara að mæta aftur á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum í World Class og hlaupa þar 6 kílómetra. Ég held að það að hjóla í vinnuna sé einfaldlega ekki nægilega mikil æfing fyrir mig í dag. Ég er kominn í betra form en svo!!
Annars þurfum ég og Davíð að drífa okkur í mælingu. Ég er að spá í að hringja í Jóa og sjá hvort hann sé laus í fyrramálið. Einhver séns á að þú getir mætt þá Davíð?