líkamsrækt - staðan í dag
Í morgun í World Class var ég 89,4kg. Eflaust er ég núna undir 89kg enda búinn að hreinsa kerfið eftir að ég mætti í vinnuna.
Ég hef lítð sem ekkert verið að léttast síðustu þrjár vikur. Fyrstu vikuna var það grillkjötsátið sem sat í mér. Næstu viku þar á eftir asnaðist ég til að meiða mig í boltanum og gat ekkert hjólað eða æft af krafti. Þessa viku hef ég verið þokkalega duglegur og það er farið að skila sér. Ég hef ekki séð 88kg slétt á vigtinni aftur en það styttist í það.
Ég og Davíð mættum báðir í World Class í morgun og tókum hendur og axlir. Tókum ágætlega á því. Ég reyni nú samt að ofgera Davíð ekki svo hann haldi nú virkni í höndum næstu daga.
Það er dáldið áhugavert fyrir mig að lyfta með Davíð þessa dagana vegna þess að þá sé ég vel hvað ég hef styrkst mikið frá áramótum. Þegar við byrjuðum að æfa í september á síðasta ári vorum við nokkuð svipaðir að styrkleika í efri hluta líkamans, höndum og öxlum. Ég var aðeins öflugri í brjóstum og svo töluvert mikið öflugri í fótum.
Í dag er ég ansi mikið öflugri en Davíð í höndum og öxlum. Vonandi að einhverju leyti út af því að ég hef styrkst en ekki af því að hann sé aumari :)
Regin var að senda mér póst og stinga upp á að ég setji þyngdarlínurit á vefinn. Það er snilldarhugmynd (enda er ég búinn að vera spá lengi í þessu :) ) Ég kíki á það á næstunni.
ps. Ég sá Ágústu ekki í World Class í morgun. Hvaða hrikalega kæruleysi er þetta :O
Regin - 05/07/02 11:33 #
Águsta var að hella í sig brennivíni í gær og var ekki hress í morgun.
Ágústa - 05/07/02 14:49 #
Þakka pent Mogensen - mér finnst það eiginlega frábær hugmynd að ég og regin notum síðuna hans Matta til þess að skiptast á skoðunum um hvort annað ;) Mogensen hafði samt rétt fyrir sér frúin fékk sér eitt hvítvínsglas í gærkvöldi og var slöpp í morgunn (ódýrt deit)!!! En ég verð mætt í ræktina kl. 16:00 í dag til þess að taka hrottalega á því - ég skora á þig Matti ;)
Matti - 05/07/02 15:00 #
Það gleður mitt litla hjarta að þið hjónakornin getið notað þennan vettvang til tjáskipta.
Ég úrskurða þig hér með löglega afsakaða frá ræktinni í morgun en hafna um leið áskorun þinni um að taka á því í ræktinni kl. 16:00 í dag.
Bæði er það nú þannig að ég tók vel á því í morgun eins og fram kemur í dagbókarfærslunni og svo það að ég hjóla heim í kvöld um átta leitið og tek vel á því á leiðinni.
Davíð - 05/07/02 15:15 #
....tja ég er alveg sammála því..... Matti er töluvert sterkari en ég........... og líka með lengra.........XXXXX!!! En ég er samt fallegastur = Aumur og feitur ræfill!