MP3 spilarar
Ég og Ágústa vorum að ræða um MP3 spilara í ræktinni í morgun. Ef ég væri að fjárfesta í spilara í dag myndi ég eflaust fjárfesta í þessum, jafnvel þó hann sé frá Apple.
Maður þarf að vera með tölvu með firewire tengi en þau eru almennt á nýjum tölvu. Digical myndbandsvélar eru yfirleitt tengdar með slíku tengi.
Auk þess þarf aukahugbúnað til að tengjast iPod í gegnum Windows en hann er ekki svo dýr.
Ég er að leita að sambærilegum spilara frá öðrum en Apple, minnir að ég hafi lesið um einhverja svipaða græju á Slashdot um daginn. Sé hvort ég get grafið það upp síðar.
regin - 28/06/02 18:05 #
Kúl. Ég hef séð þenna apple gaur, hann er geðveikur. Er með firewire kort og snúrur svo sá þáttur er góður.
Ágústa - 03/07/02 11:20 #
Þetta hljómar mjög vel - Hvað kostar annars svona græa - ég þarf að gera Rebba gamla út á e-bay og kanna hvort ekki sé hægt að fá svona lífsnauðsynlega græu ;) á góðu verði. Matti hlakka til að sjá þig í ræktinni í fyrramálið.