Örvitinn

peningar

Djöfull er allt dýrt :(

Var að kaupa mér legghlífar rétt í þessu, þær kostuðu 2.000.- sem kom mér kannski ekki á óvart. Átti ekki von á öðru.

Fór svo og sótti hjólið í viðgerð, en það var verið að yfirfara það og stilla gírana. 3.420.- kostaði það og finnst mér það nokkuð mikið. Jæja, þetta geri ég vonandi ekki nema einu sinni á ári. Get líka reiknað það sem sparnað að verkstæðið er rétt við hliðina á vinnunni, þannig að ekki þarf ég að gera mér sérstaka ferð til þess að fara með hjólið í viðgerð.

En jæja, ég keypti mér semsagt legghlífar vegna þess að ég ætla loksins að mæta til leiks í utandeildinni á morgun með liðinu mínu, HENSON.

Maður er ekki löglegur í utandeildinni nema vera með legghlífar og svo þori ég satt að segja ekki að spila á móti einhverjum durgum nema fjárfesta í leggjavörn. Sjáum til hvernig gengur svo.

dagbók