ljúfur dagur
ljúfur dagur
Allavega enn sem komið er, hljóp sex kílómetra í morgun á rétt tæplega 31 mínútu. Var alveg við það að gefast upp eftir fjóra kílómetra en lét mig hafa það. Alltaf dáldið góð tilfinning að sigra sjálfan sig.
Fór á Vegamót í hádeginu með Eggert, Richard og Jörundi, fékk mér fínt pasta. Rölti svo í skífuna og keypti einn tölvuleik í tilefni frétta gærdagsins. Leikurinn sem ég fékk mér er Baldurs Gate2: Dark Alliance. Fór reyndar inn til að kaupa mér ICO en ákvað að bíða aðeins með það. Ákvað að kaupa frekar Baldurs Gate í þetta skiptið þar sem ég ætla að sjá hvort við hjónin getum ekki eytt einhverjum kvöldstundum saman við það að spila tölvuleik. Það geta semsagt tveir spilað þennan leik í einu.
Pro Evolution Soccer kom sterklega til greina líka, en ég veit að Gyða hefur ekki mikinn áhuga á þeim leik :)
Fór með bílinn í viðhald í Bílheima í morgun, ekki frásögum færandi nema þegar ég bað stelpuna í móttökunni um að hringja fyrir mig á leigubíl. "Hvert ertu að fara" ? Spurði hún, ég sagði henni að ég væri á leiðinni á Klapparstíg og þá tillkynnti hún mér að ég gæti bara fengið far. Mér og tveimur öðrum kúnnum var svo bara skutlað í bæinn. Topp þjónusta. Núna þarf ég að rölta í strætó (110 eða 115) til að sækja bílinn.